Finnst fleirum en bara mér þetta fyndið orðalag:
"Sá sem ók aftan á bílinn var m.a. með hass í blóðinu, skv. þvagprufu.". Með hass í blóðinu skv. þvagprufu.
Ef fíkniefnafræðslan sem ég hlaut í skóla hefur skilað sér þá er hass leirkennt efni sem kemur í litlum kubbum og kveikt er í til að komast í vímu. Hlýtur að vera afskaplega óþægilegt að vera með það í blóðinu og hvað þá heldur að það komi fram á þvagprufu að það sé í blóðinu.
Ég hefði haldið að það væri virka efnið THC sem kæmi fram við þessi próf - en hvað veit ég? :)
Óku undir áhrifum fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Næstum rétt hjá þér. Þvagprufurnar sýna óvirka efnið THC sem er í líkamanum 2-5vikum eftir neyslu.
Blóðprufurnar sýna hinsvegar virka efnið THC en þær kostuðu 177þús stykkið síðast þegar ég vissi.
Stebbi (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.